Fjölskyldan afskrifar vonir um að hollenski sjómaðurinn finnist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:36 Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands í ágúst. LHG Fjölskylda hollenska karlmannsins sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn telur ólíklegt að hægt verði að upplýsa um afdrif hans. Allri leit að manninum hefur verið hætt. Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“ Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“
Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13
Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50