Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:54 Landsréttur hefur úrskurðað í málum beggja sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu. Vísir/Vilhelm. Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember. Vísir sagði frá úrskurði Landsréttar í máli annars mannsins á mánudaginn en sama dag úrskurði Landsréttur í máli hins. Úrskurðurinn var hins vegar ekki birtur fyrr á vef Landsréttar fyrr en í dag. Þar segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannanna beggja, segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Sakaður um að hafa sagt öðrum manni að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Sá sem um ræðir hér er maðurinn sem lögregla telur að hafi fyrst brotið á konunni, áður en hann kallaði á hinn manninn. Rannsóknin langt komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili mannsins sem hér um ræður og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður, blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð hans sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu og þarf maðurinn að sæta farbanni til 11. nóvember næstkomandi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vísir sagði frá úrskurði Landsréttar í máli annars mannsins á mánudaginn en sama dag úrskurði Landsréttur í máli hins. Úrskurðurinn var hins vegar ekki birtur fyrr á vef Landsréttar fyrr en í dag. Þar segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannanna beggja, segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Sakaður um að hafa sagt öðrum manni að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Sá sem um ræðir hér er maðurinn sem lögregla telur að hafi fyrst brotið á konunni, áður en hann kallaði á hinn manninn. Rannsóknin langt komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili mannsins sem hér um ræður og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður, blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð hans sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu og þarf maðurinn að sæta farbanni til 11. nóvember næstkomandi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira