Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2021 07:46 Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun