Innlent

Segir Ís­lendinga lata að taka Strætó

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Tonny Espersen strætóbílstjóri segir Íslendinga lata að taka Strætó.
Tonny Espersen strætóbílstjóri segir Íslendinga lata að taka Strætó.

Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Bíllausi dagurinn markaði lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Frítt var í strætó í tilefni að deginum í gær.

Tonny Espersen strætóbílstjóri segir höfuðborgarbúa ekki hafa verið sérstaklega duglega að taka Strætó á Bíllausa deginu, . „Nei ég get ekki sagt það. Það eru svona ein af hverjum tuttugu sem vissu um þetta [að frítt væri í Strætó í tilefni af Bíllausa deginum].“

Hann segir Íslendinga ekki vera nógu duglega að taka Strætó. Veðrið skipti þar ekki miklu um ákvörðun fólks að nýta sér almenningssamgöngur.

Rætt var við þessar ungu konur í tilefni af Bíllausa deginum.

Fréttastofa ræddi einnig við nokkrar ungar konur sem vissu vel af Bíllausa deginum og þeim fríðindum sem honum fylgja.

Sjá má fréttina í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×