Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2021 12:33 Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst. Vísir/Daníel Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. Kjarninn hefur eftir Ómari Smárasyni, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Ómar ítrekar þetta í samtali við Vísi og segir að atvikið eigi að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Ábendingunni hafi svo verið fylgt eftir með skriflegu erindi til KSÍ í lok ágúst sem varðaði sama mál. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ.Vísir/vilhelm Ómar segir að ábendingarnar hafi farið inn á borð Guðna en segist að öðru leyti ekki vita hvernig brugðist var við málinu innan sambandsins. „Ég hef svosem engar upplýsingar um það hvað gerðist í framhaldinu af því. Ég bara veit að það var á borði Guðna og hann var bara með það mál.“ Guðni kannast ekki við að hafa fengið umræddar ábendingar en áréttar að hann og aðrir starfsmenn sambandsins hafi heyrt af málinu þegar frásögn um nauðgun tveggja þjóðþekktra Íslendinga fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr á árinu. Málið hafi þá verið tekið til skoðunar innan sambandsins. Í færslu sem birtist fyrst á Instagram í maí segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Liggur fyrir að konan eigi þar við um tvo landsliðsmenn í knattspyrnu. Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010 þar sem Danir lögðu Íslendinga 1-0 með marki í viðbótartíma.Getty / Lars Ronbog Segir málið túlkunaratriði Guðni segir að misræmi í málflutningi hans og Ómars snúist um túlkunaratriði og það hvort Guðni hafi fengið beina ábendingu inn á sitt borð. Guðni segist ekki vita til þess að slíkt utanaðkomandi erindi hafi borist. Hann kannist einungis við að hafa fengið eitt bréf sem varðar meint kynferðisafbrot landsliðsmanna. Í nafnlausa bréfinu sem barst í byrjun júní eru ónefndir aðilar í karlalandsliðinu sagðir vera kynferðisafbrota- og ofbeldismenn. Þá kallar höfundur eftir því að KSÍ geri breytingu á leikmannahópnum vegna þessa. Ekki eru nein tiltekin brot nefnd í bréfinu og segist Guðni því ekki vita hvort höfundur hafi verið að vísa til umrædds kynferðisafbrotamáls. Bréfið sem Guðni vísar til Til þess er málið varðar, Varðandi val ykkar á karla landsliðshópnum fyrir næsta verkefni langaði mig að athuga hvort þið hjá KSÍ hefðuð hugmynd um hverja þið væruð í raun og veru að velja í lið Íslands. Ég efast um að gjörðir og hegðun ákveðinna aðila í hópnum hafi farið framhjá öllum þeim sem vinna fyrir ykkar hönd þar sem þessi ákveðnu aðilar eru sagðir vera kynferðisafbrota- og ofbeldismenn. Ég velti því fyrir mér hver afstaða ykkar í málum sem þessum er? Viljið þið virkilega að fyrirmyndir allra barna sem hafa áhuga á fótbolta séu kynferðisafbrota- og ofbeldismenn? Þar á meðal barnanna ykkar? Viljið þið vera meðsek í að gefa þessum einstaklingum góða stöðu í samfélaginu til þess að auðvelda þeim að komast upp með að misnota aðra? Þið hafið völdin til að velja í liðið og því maður sér maður þessa aðila valdna fyrir hönd Íslands aftur og aftur. Kveðja, Aðili sem krefst góðra fyrirmynda fyrir börnin okkar Aðspurður um svör Guðna segir Ómar í skriflegu svari að hann geti einungis áréttað að ábending hafi borist KSÍ snemma í júní. „Á hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt til um en ábending engu að síður, og síðan barst skrifleg ábending í tölvupósti seint í ágúst.“ Guðni segist ekki geta svarað því hvaða ábendinga Ómar vísar til í svörum sínum til Kjarnans og Vísis. „Hann verður bara að skýra það og ég hef ekki náð í hann. Þetta er eina bréfið sem mér hefur borist og ég veit ekki til þess að einhver önnur bréf hafi borist.“ Guðni segist ánægður með að málið og viðbrögð KSÍ séu nú til skoðunar hjá nýrri nefnd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að ósk KSÍ. Nefndinni er ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Framkvæmdastjóri greindi frá hópnauðgunarmáli í ágúst Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ hafi til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar og að málið hafi verið sett í ferli innan KSÍ. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ þann 29. ágúst, stuttu eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Guðni hafði þá sagt daginn áður að engar formlegar tilkynningar um kynferðisbrot leikmanna hafi komið inn á borð KSÍ. Hann kveðst hafa misminnt og talið að ofbeldismál Þórhildar væri ekki af kynferðislegum toga. Fréttin hefur verið uppfærð með frekari skýringum Guðna Bergssonar. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kjarninn hefur eftir Ómari Smárasyni, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Ómar ítrekar þetta í samtali við Vísi og segir að atvikið eigi að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Ábendingunni hafi svo verið fylgt eftir með skriflegu erindi til KSÍ í lok ágúst sem varðaði sama mál. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ.Vísir/vilhelm Ómar segir að ábendingarnar hafi farið inn á borð Guðna en segist að öðru leyti ekki vita hvernig brugðist var við málinu innan sambandsins. „Ég hef svosem engar upplýsingar um það hvað gerðist í framhaldinu af því. Ég bara veit að það var á borði Guðna og hann var bara með það mál.“ Guðni kannast ekki við að hafa fengið umræddar ábendingar en áréttar að hann og aðrir starfsmenn sambandsins hafi heyrt af málinu þegar frásögn um nauðgun tveggja þjóðþekktra Íslendinga fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr á árinu. Málið hafi þá verið tekið til skoðunar innan sambandsins. Í færslu sem birtist fyrst á Instagram í maí segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Liggur fyrir að konan eigi þar við um tvo landsliðsmenn í knattspyrnu. Leikmenn ganga inn á Parken í Kaupmannahöfn í september 2010 þar sem Danir lögðu Íslendinga 1-0 með marki í viðbótartíma.Getty / Lars Ronbog Segir málið túlkunaratriði Guðni segir að misræmi í málflutningi hans og Ómars snúist um túlkunaratriði og það hvort Guðni hafi fengið beina ábendingu inn á sitt borð. Guðni segist ekki vita til þess að slíkt utanaðkomandi erindi hafi borist. Hann kannist einungis við að hafa fengið eitt bréf sem varðar meint kynferðisafbrot landsliðsmanna. Í nafnlausa bréfinu sem barst í byrjun júní eru ónefndir aðilar í karlalandsliðinu sagðir vera kynferðisafbrota- og ofbeldismenn. Þá kallar höfundur eftir því að KSÍ geri breytingu á leikmannahópnum vegna þessa. Ekki eru nein tiltekin brot nefnd í bréfinu og segist Guðni því ekki vita hvort höfundur hafi verið að vísa til umrædds kynferðisafbrotamáls. Bréfið sem Guðni vísar til Til þess er málið varðar, Varðandi val ykkar á karla landsliðshópnum fyrir næsta verkefni langaði mig að athuga hvort þið hjá KSÍ hefðuð hugmynd um hverja þið væruð í raun og veru að velja í lið Íslands. Ég efast um að gjörðir og hegðun ákveðinna aðila í hópnum hafi farið framhjá öllum þeim sem vinna fyrir ykkar hönd þar sem þessi ákveðnu aðilar eru sagðir vera kynferðisafbrota- og ofbeldismenn. Ég velti því fyrir mér hver afstaða ykkar í málum sem þessum er? Viljið þið virkilega að fyrirmyndir allra barna sem hafa áhuga á fótbolta séu kynferðisafbrota- og ofbeldismenn? Þar á meðal barnanna ykkar? Viljið þið vera meðsek í að gefa þessum einstaklingum góða stöðu í samfélaginu til þess að auðvelda þeim að komast upp með að misnota aðra? Þið hafið völdin til að velja í liðið og því maður sér maður þessa aðila valdna fyrir hönd Íslands aftur og aftur. Kveðja, Aðili sem krefst góðra fyrirmynda fyrir börnin okkar Aðspurður um svör Guðna segir Ómar í skriflegu svari að hann geti einungis áréttað að ábending hafi borist KSÍ snemma í júní. „Á hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt til um en ábending engu að síður, og síðan barst skrifleg ábending í tölvupósti seint í ágúst.“ Guðni segist ekki geta svarað því hvaða ábendinga Ómar vísar til í svörum sínum til Kjarnans og Vísis. „Hann verður bara að skýra það og ég hef ekki náð í hann. Þetta er eina bréfið sem mér hefur borist og ég veit ekki til þess að einhver önnur bréf hafi borist.“ Guðni segist ánægður með að málið og viðbrögð KSÍ séu nú til skoðunar hjá nýrri nefnd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að ósk KSÍ. Nefndinni er ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Framkvæmdastjóri greindi frá hópnauðgunarmáli í ágúst Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ hafi til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar og að málið hafi verið sett í ferli innan KSÍ. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ þann 29. ágúst, stuttu eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Guðni hafði þá sagt daginn áður að engar formlegar tilkynningar um kynferðisbrot leikmanna hafi komið inn á borð KSÍ. Hann kveðst hafa misminnt og talið að ofbeldismál Þórhildar væri ekki af kynferðislegum toga. Fréttin hefur verið uppfærð með frekari skýringum Guðna Bergssonar.
Til þess er málið varðar, Varðandi val ykkar á karla landsliðshópnum fyrir næsta verkefni langaði mig að athuga hvort þið hjá KSÍ hefðuð hugmynd um hverja þið væruð í raun og veru að velja í lið Íslands. Ég efast um að gjörðir og hegðun ákveðinna aðila í hópnum hafi farið framhjá öllum þeim sem vinna fyrir ykkar hönd þar sem þessi ákveðnu aðilar eru sagðir vera kynferðisafbrota- og ofbeldismenn. Ég velti því fyrir mér hver afstaða ykkar í málum sem þessum er? Viljið þið virkilega að fyrirmyndir allra barna sem hafa áhuga á fótbolta séu kynferðisafbrota- og ofbeldismenn? Þar á meðal barnanna ykkar? Viljið þið vera meðsek í að gefa þessum einstaklingum góða stöðu í samfélaginu til þess að auðvelda þeim að komast upp með að misnota aðra? Þið hafið völdin til að velja í liðið og því maður sér maður þessa aðila valdna fyrir hönd Íslands aftur og aftur. Kveðja, Aðili sem krefst góðra fyrirmynda fyrir börnin okkar
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52