Það er ljóst að Íslendingar eru áhugasamir um Debbie Harry því það seldist upp á viðburðinn hennar Samtal með Debbie Harry á tveimur dögum. Aðstandendur RIFF hafa því brugðist skjótt við og hefur viðburðinn verið færður yfir í Hátíðarsal Háskólabíós svo hægt verði að koma fleirum fyrir.
Debbie verður viðstödd Evrópu frumsýningu á nýrri stutttónleikamynd Blondie: Að lifa í Havana sem fjallar um langþráða tónleikaferð hljómsveitarinnar til Kúbu.

Í kjölfarið mun Debbie eiga samtal um líf sitt og starf við Andreu Jónsdóttur útvarpskonu og Berg Ebba leikara. Mun hún ásamt leikstjóra myndarinnar, Rob Roth svara spurningum úr sal að lokum. Rob Roth er mikils metinn listamaður sem er ekkert heilagt þegar kemur að listrænni tjáningu en hann ægir saman fjölbreyttum listformum í verkum sínum. Debbie hefur löngum verið þekkt sem poppækon, tískuækon og talskona fyrir réttindum kvenna.
Áhorfendum mun gefast kostur á að taka þátt í umræðunum og því er von á einstökum viðburði sem lengi mun í minnum lifa. Takmarkaður fjöldi miða fáanlegur hér.