Bölsýni eða bjartsýni? Hildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2021 15:30 Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar