Að neðan má sjá upprifjun á dramatíkinni sem segja má að hafi byrjað með fjölmiðlaumfjöllun um Panamaskjölin og afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra árið 2016.
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn í ársbyrjun 2017. Sú stjórn lifði ekki lengi því Björt framtíð sleit samstarfinu í september og taldi formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert sig sekan um trúnaðarbrest.