Ryder Cup hefst á morgun: „Ég hvet alla íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 19:02 Þorsteinn Hallgrímsson fór yfir það sem framundan er á Ryder Cup sem fram fer um helgina. Mynd/Skjáskot Golfsérfræðingurinn Þorsteinn Hallgrímsson ræddi við Stöð 2 í dag í aðdraganda Ryder Cup sem hefst á morgun. Hann segir að mikil eftirvænting sé fyrir mótinu og hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast vel með. „Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira