Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:30 Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu. Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira