Vill leyfa áfengi í stúkunni: „Ýtum fólki út í það að drekka hratt í hálfleik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 14:31 Stuðningsmenn enska landsliðsins glaðbeittir með bjór í hönd á leið á úrslitaleikinn gegn Ítalíu á EM í London í sumar. Áfengisdrykkja er bönnuð í stúkunni á leikjum á Evrópumótum líkt og í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Marc Atkins Bretar skoða það nú að aflétta banni við áfengisdrykkju í stúkunni á fótboltaleikjum. Þingmaður segir bannið stuðla að því að menn þambi hratt fyrir leik og í hálfleik. Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira