Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 10:52 Brian Laundrie sést hér á upptöku úr myndavél lögregluþjóns sem stöðvaði hann og Petito í Utah í ágúst. TIlkynning hafði borist um að parið ætti í rifrildi og að Laundrie hefði slegið Petito. AP/lögreglan í Moab Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25