Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax Tryggvi Guðjón Ingason skrifar 24. september 2021 11:30 Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun