Höfum VG í forystu Jódís Skúladóttir skrifar 25. september 2021 07:01 Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Sjá meira
Óvenjulegu kjörtímabili í skugga heimsfaraldurs og náttúruhamfara er lokið. Með Vinstri græn í forystu hefur tekist að stjórna Íslandi farsællega í átt að jafnara og sterkara samfélagi. Það gerist ekki af sjálfu sér en VG með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti hefur tekist það. Við höfum unnið markvisst að þeim málum sem kjósendur hafa kallað hvað hæst eftir. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, þrepaskipt skattkerfi í þágu þeirra tekjulægstu, verndun íslenskrar náttúru og takmörk á eignasöfnun einstaklinga á íslensku landi. Það eru ótal mál á réttri leið en til þess að við getum haldið áfram að standa vörð um atvinnulífið og fjölskyldur í okkar fjölbreytta litrófi samfélagsins þurfum við að halda áfram á sömu braut. Ábyrg og traust stefna í rétta átt. Allt tal um að bylta innviðum samfélagsins til þess að ná fram meira réttlæti hljómar ótrúlega vel í orði en erfiðara er að sjá árangur á borði. Ef við byltum þeim stoðum sem við höfum byggt upp, og litið er til sem fyrirmyndar frá öðrum þjóðum, þarf að fylgja rétt reiknuð, fjármögnuð og útfærð áætlun til þess að dæmið gangi upp. Minna hefur farið fyrir slíkum áætlunum í kosningabaráttunni þar sem upphrópanir og loforð um betri heim hljóma í holum trumbuslætti framboðanna. Í fjölflokka lýðræðissamfélagi er deginum ljósara að ein rödd getur aldrei fengið að tóna yfir allar hinar. Að binda sig föst í einstrengingsleg loforð og hafna öðrum sjónarmiðum er ekki gott veganesti í stjórnarmyndunarviðræður. Hvort ætla slíkir flokkar að svíkja kjósendur sína og gefa eftir það sem búið var að lofa eða standa utan samtalsins og koma engu af sínum málum á framfæri? Vinstrihreyfingin – grænt framboð er róttækur vinstriflokkur sem leggur höfuðáherslu á jöfnuð og sjálfbærni. Stefna Vinstri grænna byggist á fjórum grunnstoðum: umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Þessar mikilvægu stoðir eru hafðar að leiðarljósi í öllum okkar stefnumálum. Oft er spurt, hvað er þetta “eitthvað annað” sem VG er að tala um í atvinnumálum. Svarið er einfalt, við viljum efla nýsköpun, virkja hugvitið og stefna að grænum lausnum á öllum sviðum atvinnulífs hvort heldur er til sjávar eða sveita. 1/6 af útflutningstekjum þjóðarinnar fellur nú þegar undir þetta “eitthvað annað”. Við viljum byggja upp, skapa fjölbreytt atvinnulíf, þannig að við stöndum keik líka næst þegar ófyrirsjánlegir atburðir gerast og hriktir í stoðum samfélagsins. Til þess þarf að setja X við V í dag. Höfundur er lögfræðingur, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í öðru sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar