Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 07:55 Frá verslun Costco á Íslandi. Vísir/Hanna Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar. Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill vöxtur í eftirspurn eftir innfluttum vörum frá því að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að ströngustu sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt hefur verið höfuðverkur fyrir mörg smásölufyrirtæki. Framleiðsla er enn ekki kominn á fullan snúning og enn er erfiðleikum bundið að flytja vörur á milli heimsálfa. Íþróttavörurisinn Nike lækkaði söluspá sína fyrir þetta ár vegna raskana. Sóttvarnaaðgerðir í Víetnam og Indónesíu hafa hægt verulega á framleiðslu verksmiðja Nike og þá tekur það nú tvöfalt lengri tíma en áður en flytja vörur á milli Asíu og Norður-Ameríku. Flutningstíminn hefur einnig lengst í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið varar við því að skortur verði líklega á skóm þar til næsta vor og að hans verði vart í öllum heimshornum. Á sama tíma segir verslanakeðjan Costco að hún ætli að takmarka hversu mikið af ákveðnum vörum eins og klósettpappír, flöskuvatni og ákveðnum hreingerningarvörum viðskiptavinir kaupa. Ástæðan er sú að viðskiptavinir hafa aftur byrjað að hamstra vörur líkt og gerðist fyrr í faraldrinum en einnig vegna erfiðleika við að koma vörum í verslanir. Costco segist eiga erfitt með að finna vöruflutningabíla, bílstjóra og vörugáma til að flytja vörur sínar.
Costco Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira