„Við í framsókn höfum upplifað mikla jákvæðni og eftirvæntingu um að heyra hvað við höfum fram á að færa,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu eftir að hann kaus á Flúðum í morgun.
Sigurður Ingi segist ætla að flakka um í dag, heimsækja kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins og tala við sitt fólk, þakka því fyrir og hvetja það áfram.
„Þetta er ekki búið fyrr en það er búið í kvöld.“
Aðspurður um hvort hann verði í næstu ríkisstjórn segir Sigurður Ingi að best sé að bíða.
„Eigum við ekki að sjá hvernig niðurstöður kosninganna verða og taka það samtal upp á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. „Vilji kjósendanna kemur í ljós í dag.
Hann sagðist bjartsýnn.
„Skoðanakannanir hafa verið jákvæðar en það er bara þessi eina skoðanakönnun sem gildir. Það er þessi sem er í dag.“