Andri: Við eigum ennþá fullt af hlutum inni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 18:55 KA/Þór sigraði Stjörnuna með einu marki, 27-26, í KA heimilinu í dag. Heimastúlkur náðu mest sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks en misstu það svo niður í eitt mark undir lok leiks. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór var sáttur með stigin tvö en fannst leiðinlegt hvernig lið hans endaði leikinn. „Leikurinn spilaðist bara upp og niður. Við vorum mjög kaflaskiptar í þessum leik, Stjarnan líka. Við áttum nokkur góð móment, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við náum frábærri vörn og fáum fyrstu tempó hraðaupphlaupsmörk sem að gefur okkur sjálfstraust og okkur svolítið forskot. Lokakaflinn hjá okkur er hins vegar arfaslakur og mér sárnar það hvernig við klárum leikinn og eins og ég segi endum á því að taka tvö stig sem er mikilvægast en mjög súrar mínútur í lokin þar sem við hlaupum mikið til baka og fáum á okkur alltof ódýr mörk og það er eitthvað sem við verðum að skoða betur því við viljum klára leikina sómasamlega.” KA/Þór byrjaði leikinn ekkert sérstaklega vel og endaði hann mjög illa þrátt fyrir sigur. Andri segir það ekki áhyggjuefni en það sé vissulega eitthvað sem þurfi að skoða. „Nei nei, ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er bara eitthvað sem við þurfum að vinna áfram í, ég meina við vinum leikinn og fáum tvö stig sem er það mikilvægasta, það er alveg þannig. Ofboðslega ánægður með margt og það er það sem ég tek mest út úr þessi en hitt er bara eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næstu verkefni sem eru stór hjá okkur og við þurfum auðvitað að koma betur inn í leikina og við þurfum að enda leikina betur og sýna bara heilsteyptari leik í 60 mínútur, við eigum ennþá fullt af hlutum inni og það er kannski eitthvað sem við eigum að taka út úr þessu.” Norðankonur náðu sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks þar sem þær settu í fluggírinn og Rakel Sara náði m.a. að skora úr þremur hraðaupphlaupum á örskömmum tíma. Andri var sammála undirrituðum að þar hafi leikurinn í raun unnist. „Já algjörlega, þar erum við að spila virkilega góðan varnarleik og bara sjálfstraust í að hlaupa og mér fannst við í raun og veru, þetta var stuttur kafli sem við spilum á eðlilegri getu má segja, og þar kom gott forskot og sem betur fer náðum við að hanga í það.” Það var frægt á síðasta tímabili þegar endurtaka þurfti leik þessara liða, sem KA/Þór vann, vegna mistaka á ritaraborði þegar gleymdist að skrá mark á Stjörnuna. Og endaði þá endurspilaði leikurinn með jafntefli. Andri segir það grafið og gleymt og liðið hugsi einungis um núverandi tímabil og næstu verkefni. „Nei nei, það er bara einfaldlega búið og íþróttir eru bara íþróttir og það þýðir ekkert að hugsa mikið til baka. Við erum bara að horfa í þetta tímabil, hitt tímabilið er bara búið og við bara að horfa í næstu verkefni alltaf þannig að nei ég geti ekki sagt að það sé eitthvað sem við notum í okkar leikjum við Stjörnuna.” „Mér finnst við eiga bara fullt af hlutum inni, það er aðallega þannig, þetta er mjög jákvætt með karakterinn að við séum að taka tvö stig en aftur á móti vil ég sjá meiri gæði hjá liðinu í heild í 60 mínútur og það er eitthvað sem að er ágætt að vita af, að við eigum fullt af hlutum inni og við þurfum að nota æfingar vel og taka út í næstu leikjum. Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, það er bikar í næstu viku og svo erum við að fara í Evrópukeppni og spennandi tímabil framundan og fullt af hlutum sem við ætlum að gera betur”, sagði Andri að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
„Leikurinn spilaðist bara upp og niður. Við vorum mjög kaflaskiptar í þessum leik, Stjarnan líka. Við áttum nokkur góð móment, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við náum frábærri vörn og fáum fyrstu tempó hraðaupphlaupsmörk sem að gefur okkur sjálfstraust og okkur svolítið forskot. Lokakaflinn hjá okkur er hins vegar arfaslakur og mér sárnar það hvernig við klárum leikinn og eins og ég segi endum á því að taka tvö stig sem er mikilvægast en mjög súrar mínútur í lokin þar sem við hlaupum mikið til baka og fáum á okkur alltof ódýr mörk og það er eitthvað sem við verðum að skoða betur því við viljum klára leikina sómasamlega.” KA/Þór byrjaði leikinn ekkert sérstaklega vel og endaði hann mjög illa þrátt fyrir sigur. Andri segir það ekki áhyggjuefni en það sé vissulega eitthvað sem þurfi að skoða. „Nei nei, ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er bara eitthvað sem við þurfum að vinna áfram í, ég meina við vinum leikinn og fáum tvö stig sem er það mikilvægasta, það er alveg þannig. Ofboðslega ánægður með margt og það er það sem ég tek mest út úr þessi en hitt er bara eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næstu verkefni sem eru stór hjá okkur og við þurfum auðvitað að koma betur inn í leikina og við þurfum að enda leikina betur og sýna bara heilsteyptari leik í 60 mínútur, við eigum ennþá fullt af hlutum inni og það er kannski eitthvað sem við eigum að taka út úr þessu.” Norðankonur náðu sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks þar sem þær settu í fluggírinn og Rakel Sara náði m.a. að skora úr þremur hraðaupphlaupum á örskömmum tíma. Andri var sammála undirrituðum að þar hafi leikurinn í raun unnist. „Já algjörlega, þar erum við að spila virkilega góðan varnarleik og bara sjálfstraust í að hlaupa og mér fannst við í raun og veru, þetta var stuttur kafli sem við spilum á eðlilegri getu má segja, og þar kom gott forskot og sem betur fer náðum við að hanga í það.” Það var frægt á síðasta tímabili þegar endurtaka þurfti leik þessara liða, sem KA/Þór vann, vegna mistaka á ritaraborði þegar gleymdist að skrá mark á Stjörnuna. Og endaði þá endurspilaði leikurinn með jafntefli. Andri segir það grafið og gleymt og liðið hugsi einungis um núverandi tímabil og næstu verkefni. „Nei nei, það er bara einfaldlega búið og íþróttir eru bara íþróttir og það þýðir ekkert að hugsa mikið til baka. Við erum bara að horfa í þetta tímabil, hitt tímabilið er bara búið og við bara að horfa í næstu verkefni alltaf þannig að nei ég geti ekki sagt að það sé eitthvað sem við notum í okkar leikjum við Stjörnuna.” „Mér finnst við eiga bara fullt af hlutum inni, það er aðallega þannig, þetta er mjög jákvætt með karakterinn að við séum að taka tvö stig en aftur á móti vil ég sjá meiri gæði hjá liðinu í heild í 60 mínútur og það er eitthvað sem að er ágætt að vita af, að við eigum fullt af hlutum inni og við þurfum að nota æfingar vel og taka út í næstu leikjum. Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, það er bikar í næstu viku og svo erum við að fara í Evrópukeppni og spennandi tímabil framundan og fullt af hlutum sem við ætlum að gera betur”, sagði Andri að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. 25. september 2021 18:13
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða