Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 00:36 Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Vísir/EINAR Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31
Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14