Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 12:59 Gunnar Smári Egilsson og félagar hans í Sósíalistaflokknum náðu ekki inn fólki á þing. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira
Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira