Jón Guðni Fjóluson kom Hammarby yfir gegn Hacken á 31. mínútu. Jón Guðni fékk þá boltann utarlega í vítateignum og setti hann með hægri fæti í fjærhornið. Vel gert hjá miðverðinum. Hacken jafnaði svo rétt fyrir hálfleiksflautið og var þar á ferðinni Alexander Jermejeff. Lokatölur, 1-1.
Óskar Sverrisson og Valgeir Lundal sátu allan leikinn á bekknum hjá Hacken sem er í 10. sæti deildarinnar. Hammarby er eftir leikinn í 6. sætinu.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn á miðjunni í liði Norköpping sem sigraði Varbergs, 2-1 á heimavelli. Með sigrinum lyfti Norköpping sér upp í 4. sæti deildarinnar.
Mjallby vann Elfsborg 4-0. Hákon Valdimarsson sat á bekknum og Sveinn Aron Guðjohnsen er í leikbanni.