Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 18:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Egill Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn. Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn.
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira