Innlent

Deildar meiningar um niður­stöður kosninganna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kjósendur voru misánægðir með úrslit kosninganna.
Kjósendur voru misánægðir með úrslit kosninganna.

Skiptar skoðanir eru um niðurstöður kosninganna meðal fólks sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir eru himinlifandi með að ríkisstjórnin hafi haldið velli á meðan aðrir hefðu viljað sterkari vinstri slagsíðu.

„Já það má segja það,“ segir Magnús Ragnar Magnússon framkvæmdastjóri inntur eftir því hvort það hafi komið honum á óvart að ríkisstjórnin hafi haldið velli. Hann kveðst ekki sáttur við niðurstöðuna og segist hefðu viljað sjá breytingar.

Anna Þóra Ísfold viðskiptafræðingur var hins vegar hæstánægð með að hennar maður, Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins, skyldi ná kjöri.

„Vonandi heldur hann bara embætti sem barnamálaráðherra,“ segir Anna. 

Þannig að þú ert búin að vera ánægð með hann? 

„Mjög ánægð, ég kaus hann sérstaklega,“ segir Anna. Þá hefði hún ekkert á móti því að Inga Sæland formaður Flokks fólksins kæmi inn.

Viðbrögð Magnúsar, Önnu og margra til viðbótar við niðurstöðum kosninganna má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×