„Hryllileg rússíbanareið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 19:59 Jóhann Páll segist spenntur fyrir því að taka sæti á Alþingi, með þeim fyrirvara að hann sé raunverulega að fara að taka umrætt sæti. „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira