Nýbakaða mamman Ólafía Þórunn tók aftur fram kylfurnar sínar fyrir CNN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með strákinn sinn sem fæddist í lok júní. Instagram/@olafiakri Það þurfti eina af þekktustu sjónvarpsstöðvum heims til að koma íslenska kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur aftur út á golfvöllinn. Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira