Þurfti að eyða 48 tímum í dimmu herbergi eftir að hún vann Ólympíugullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 10:31 Stephanie Labbe með gullið sitt út á velli eftir sigur kanadíska knattspyrnulandsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Getty/Naomi Baker Kanadíska knattspyrnukonan Stephanie Labbé hefur sagt opinberlega frá því sem hún þurfti að ganga í gegnum eftir möguleika stærstu stund sína á fótboltaferlinum. Þar voru engin veisluhöld eða sigurpartý á ferðinni. Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira