Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 10:26 Katrín Oddsdóttir lögmaður er ómyrk í máli um það sem hún kallar yfirgengilegt fúsk við talningu atkvæða, svo umfangsmikið að traust á niðurstöðum kosninga hlýtur að líða fyrir það. Spjót beinast nú að Inga Tryggvasyni yfirmanni kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. „Sturlun dagsins náði hápunkti þegar formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi viðurkenndi að hafa brotið lög með því að innsigla ekki kjörseðla. Nei, hann sér ekki ástæðu til að fylgja mjög skýru ákvæði laga um innsigli því hann, krakkar mínir, notar venjulegan lás. Hann sem sagt læsir herberginu sem seðlarnir eru í, það er hans leið. Þegar hann er spurður hvers vegna hann brjóti lögin ber hann, löglærður maðurinn, fyrir sig „hefð“. Hversu íslenskt?“ spyr Katrín. Fjölmargir hafa lýst sig dolfallna vegna frétta sem bárust í gærkvöldi af vanköntum á talningu, endurtalningu í kjölfarið en niðurstaða hennar leiddi svo til nokkurrar uppstokkunar á þingmannaliðinu. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er Ingi Tryggvason en spjót beinast nú að honum. Hart tekið á vanköntum á kosningu til stjórnlagaþings Ekki eru það síst Katrín, sem eins og aðrir þeir sem sátu í stjórnlagaþingi og máttu horfa upp á Hæstarétt ógilda kosningu til þess en dómarar mátu sem um verulega ágalla í framkvæmd hefði verið að ræða, sem nú furða sig á því að fúsk við kosningar til sjálfs löggjafaþings skuli líðast. Við þær kosningar lék enginn grunur um að röng niðurstaða hefði fengist í kosningunum. Þar voru nokkur tæknileg atriði lögð saman sem þóttu duga til ógildingar á kosningu í heild, þó hvert um sig hefði ekki dugað til ógildingar. Þetta hljóti að teljast fordæmi. Katrín rekur málið í pistli sínum og spyr til dæmis hverjir aðrir en formaður yfirstjórnar hafi haft lykil að herberginu þar sem óinnsiglaðir kjörkassar voru? Eða hversu margir í Borgarnesi kunni að dýrka upp lása? Traust á kosningum horfið „Getum við svo líka rætt það að þessi maður hafi lýst því yfir fyrirfram þegar HANN EINN (!) tók ákvörðun um þessa endurtalningu að það væru líkur á því að hún myndi leiða til breytinga,“ spyr Katrín jafnframt standi hlessa og vitnar til fréttar Vísis þar sem segir: „Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka”. Katrín bendir á að þetta hafi vel að merkja verið sama frétt og Píratar lásu og fengu þannig upplýsingar um „einvalds-endurtalninguna“ án þess að þeir hefðu fengið að senda umboðsmann til að vera viðstaddur eins og lög gera ráð fyrir. „Ekki bara voru tölur rangar í kjördæminu heldur fjölgaði atkvæðum um tvö í þessari seinni talningu! Án alls hroka spyr ég: hversu flókið verkefni er það að telja?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. En Katrín Oddsdóttir hefur orð hans fyrir því að innsigli á kjörkössum hafi ítrekað verið rofin.Vísir/Vilhelm Og Katrín heldur áfram: „Ég ætla bara að koma hér út úr skápnum og segja að þessi framganga sviptir mig raunverulega trausti á niðurstöðum þessara kosninga. Hvað vitum við hvort það séu sambærilegar „hefðir“ annars staðar á landinu?“ Innsigli á kjörkössum ítrekað rofin Þá greinir Katrín frá samtali hennar við Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann sem hefur kynnt sér kosningaeftirlit í þaula hafi komist að því að þetta væri ekki eina dæmið um að lög um kosningar til Alþingis hafi verið brotin í þessum kosningum. „Bæði í Reykjavík og Kópavogi voru innsigli rofin á utankjörfundaatkvæðum mörgum dögum fyrir kjörfund og þau geymd í einhverjum herbergjum. Innsigli á þeim herbergjum voru rofin áður en eftirlitsmaður kom aftur í hús. Kannski finnst sumum svona fúsk léttvægt, því almennir borgarar eru almennt heiðarlegir og allir svo næs á því á Íslandi. Slík afstaða er í senn heimskuleg og hættuleg.“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Sturlun dagsins náði hápunkti þegar formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi viðurkenndi að hafa brotið lög með því að innsigla ekki kjörseðla. Nei, hann sér ekki ástæðu til að fylgja mjög skýru ákvæði laga um innsigli því hann, krakkar mínir, notar venjulegan lás. Hann sem sagt læsir herberginu sem seðlarnir eru í, það er hans leið. Þegar hann er spurður hvers vegna hann brjóti lögin ber hann, löglærður maðurinn, fyrir sig „hefð“. Hversu íslenskt?“ spyr Katrín. Fjölmargir hafa lýst sig dolfallna vegna frétta sem bárust í gærkvöldi af vanköntum á talningu, endurtalningu í kjölfarið en niðurstaða hennar leiddi svo til nokkurrar uppstokkunar á þingmannaliðinu. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi er Ingi Tryggvason en spjót beinast nú að honum. Hart tekið á vanköntum á kosningu til stjórnlagaþings Ekki eru það síst Katrín, sem eins og aðrir þeir sem sátu í stjórnlagaþingi og máttu horfa upp á Hæstarétt ógilda kosningu til þess en dómarar mátu sem um verulega ágalla í framkvæmd hefði verið að ræða, sem nú furða sig á því að fúsk við kosningar til sjálfs löggjafaþings skuli líðast. Við þær kosningar lék enginn grunur um að röng niðurstaða hefði fengist í kosningunum. Þar voru nokkur tæknileg atriði lögð saman sem þóttu duga til ógildingar á kosningu í heild, þó hvert um sig hefði ekki dugað til ógildingar. Þetta hljóti að teljast fordæmi. Katrín rekur málið í pistli sínum og spyr til dæmis hverjir aðrir en formaður yfirstjórnar hafi haft lykil að herberginu þar sem óinnsiglaðir kjörkassar voru? Eða hversu margir í Borgarnesi kunni að dýrka upp lása? Traust á kosningum horfið „Getum við svo líka rætt það að þessi maður hafi lýst því yfir fyrirfram þegar HANN EINN (!) tók ákvörðun um þessa endurtalningu að það væru líkur á því að hún myndi leiða til breytinga,“ spyr Katrín jafnframt standi hlessa og vitnar til fréttar Vísis þar sem segir: „Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka”. Katrín bendir á að þetta hafi vel að merkja verið sama frétt og Píratar lásu og fengu þannig upplýsingar um „einvalds-endurtalninguna“ án þess að þeir hefðu fengið að senda umboðsmann til að vera viðstaddur eins og lög gera ráð fyrir. „Ekki bara voru tölur rangar í kjördæminu heldur fjölgaði atkvæðum um tvö í þessari seinni talningu! Án alls hroka spyr ég: hversu flókið verkefni er það að telja?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. En Katrín Oddsdóttir hefur orð hans fyrir því að innsigli á kjörkössum hafi ítrekað verið rofin.Vísir/Vilhelm Og Katrín heldur áfram: „Ég ætla bara að koma hér út úr skápnum og segja að þessi framganga sviptir mig raunverulega trausti á niðurstöðum þessara kosninga. Hvað vitum við hvort það séu sambærilegar „hefðir“ annars staðar á landinu?“ Innsigli á kjörkössum ítrekað rofin Þá greinir Katrín frá samtali hennar við Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann sem hefur kynnt sér kosningaeftirlit í þaula hafi komist að því að þetta væri ekki eina dæmið um að lög um kosningar til Alþingis hafi verið brotin í þessum kosningum. „Bæði í Reykjavík og Kópavogi voru innsigli rofin á utankjörfundaatkvæðum mörgum dögum fyrir kjörfund og þau geymd í einhverjum herbergjum. Innsigli á þeim herbergjum voru rofin áður en eftirlitsmaður kom aftur í hús. Kannski finnst sumum svona fúsk léttvægt, því almennir borgarar eru almennt heiðarlegir og allir svo næs á því á Íslandi. Slík afstaða er í senn heimskuleg og hættuleg.“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. 26. september 2021 22:32
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent