Ólíklegt að allt verði eins og það var Samúel Karl Ólason og Snorri Másson skrifa 27. september 2021 15:57 Bjarni Benediktsson, ræddi við blaðamenn eftir fundinn í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira