„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2021 16:14 Katrín Jakobsdóttir er hugsi yfir framkvæmd kosninga og mikilvægt að enginn vafi leiki á úrslitum kosninga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04