Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 22:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“ Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“
Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira