Klopp hefur engar áhyggjur af vörn Liverpool gegn Porto Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2021 20:00 Jürgen Klopp segist ekki hafa áhyggjur af varnarleik Liverpool þrátt fyrir það að liðið hafi fengið þrjú mörk á sig gegn nýliðum Brentford um helgina. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa neinar áhyggjur af varnarleik liðsins þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn nýliðum Brentford um liðna helgi. Liverpool gerði 3-3 jafntefli á laugardaginn þegar að liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina, en það var í fyrsta skipti sem Liverpool fær á sig þrjú mörk í einum og sama leiknum síðan liðið tapaði gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í apríl. „Þetta var ekki okkar besti leikur varnarlega og við verðum að bæta það,“ sagði Klopp. „Við gerum ekki of mikið úr þessum hlutum, en við verðum samt sem áður að bregðast við.“ Liverpool vann góðan 3-2 sigur gegn AC Milan í fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent 2-1 undir. Fyrir leikinn gegn Brentford hafði liðið aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp mætir með lærisveina sína til Portúgal á morgun þar sem að liðið mætir Porto. Hann segist ekki hafa neinar áhyggjur hvað varðar varnarleikinn á morgun. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur á þessum tímapunkti, en við erum búnir að ræða þetta og vitum að þetta gengur ekki. Við erum búnir að leysa þetta og þurfum að sýna það á morgun.“ „En þetta er erfiður riðill og við megum ekki við því að eyða tíma,“ sagði Klopp að lokum. Seinast þegar að þessi tvö lið mættust var það í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2018-2019, en þá fór Liverpool örugglega áfram eftir samanlagðan 6-1 sigur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Liverpool gerði 3-3 jafntefli á laugardaginn þegar að liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina, en það var í fyrsta skipti sem Liverpool fær á sig þrjú mörk í einum og sama leiknum síðan liðið tapaði gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í apríl. „Þetta var ekki okkar besti leikur varnarlega og við verðum að bæta það,“ sagði Klopp. „Við gerum ekki of mikið úr þessum hlutum, en við verðum samt sem áður að bregðast við.“ Liverpool vann góðan 3-2 sigur gegn AC Milan í fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent 2-1 undir. Fyrir leikinn gegn Brentford hafði liðið aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp mætir með lærisveina sína til Portúgal á morgun þar sem að liðið mætir Porto. Hann segist ekki hafa neinar áhyggjur hvað varðar varnarleikinn á morgun. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur á þessum tímapunkti, en við erum búnir að ræða þetta og vitum að þetta gengur ekki. Við erum búnir að leysa þetta og þurfum að sýna það á morgun.“ „En þetta er erfiður riðill og við megum ekki við því að eyða tíma,“ sagði Klopp að lokum. Seinast þegar að þessi tvö lið mættust var það í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2018-2019, en þá fór Liverpool örugglega áfram eftir samanlagðan 6-1 sigur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira