„Ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir af okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 08:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fréttastofu um fréttir heimspressunar af hlutfalli kvenna á Alþingi að loknum fundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki gott fyrir Ísland að fjöldi erlendra fjölmiðla hafi flutt fréttir af þingmeirihluta kvenna skömmu áður en endurtalning breytti óvænt stöðunni með áberandi hætti. Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47