Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 15:30 Kyrie Irving er ein af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar. getty/Steven Ryan Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila. Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira