Gríðarleg dramatík er Atlético vann í Mílanó | Ein óvæntustu úrslit síðari ára í Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 21:30 Giorgos Athanasiadis, markvörður FC Sheriffof fagnar ásamt samherja sínum Dimitris Kolovos eftir ótrúlegan sigur liðsins á Real Madríd. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Meistaradeild Evrópu stóð heldur betur undir nafni í kvöld. Frábær fótbolti, mikil dramatík og einhver ótrúlegustu úrslit síðari ára. Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu dramatískan 2-1 sigur á AC Milan og þá vann Sheriff Tiraspol ótrúlegan 2-1 sigur á Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Í Mílanó komust heimamenn yfir eftir tuttugu mínútna leik þegar Rafael Leão setti tuðruna í netið eftir sendingu Brahim Díaz. Aðeins níu mínútum síðar fékk Franck Kessie sitt annað gula spjald og heimamenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Staðan var þó enn 1-0 er flautað var til hálfleiks. Heimmenn færðust neðar og neðar á völlinn í síðari hálfleik á meðan gestirnir bættu ítrekað í sóknarleikinn. Á endanum brast stíflan en þá skoraði varamaðurinn Antoine Griezmann og jafnaði metin í 1-1. Þarna voru sex mínútur til leiksloka og heimamenn eflaust sáttir með stig. Það var hins komið fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Pierre Kalulu handlék knöttinn innan vítateigs og eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var vítaspyrnudómurinn staðfestur. Luis Suárez fór á punktinn og brást ekki bogalistin, tryggði hann Atlético 2-1 sigur í hörkuleik. Spánarmeistararnir nú komnir með fjögur stig í B-riðli á meðan AC Milan er enn án stiga. 84' Griezmann scores his first goal since his return to Atletico90+7' Suarez scores his first away goal in the UCL since 2015Atleti left it LATE to beat Milan pic.twitter.com/zImFo4i23A— B/R Football (@brfootball) September 28, 2021 Á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd var Sheriff Tiraspol frá Transnistríu í heimsókn. Gestirnir eru að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu i fyrsta skipti. Það er ekki að sjá en liðið vann Shakhtar Donetsk 2-0 í fyrstu umferð og gerði sér svo lítið og vann Real í kvöld. Gestirnir komust 1-0 yfir með hörkuskalla Djasur Yakhshibaev eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri á 25. mínútu leiksins. Var staðan enn 1-0 Sheriff í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Champions League goals: 7 2 Karim Benzema 7 1 Raúl González#UCL pic.twitter.com/lAsytSk4MD— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Þegar klukkustund var liðin af leiknum féll Vinícius Júnior innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Karim Benzema fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 en í stað þess að láta kné fylgja kviði var staðan enn jöfn er leiktíminn var í þann mund að renna sitt skeið. Á 89. mínútu leiksins féll boltinn fyrir fætur Sebastian Till fyrir utan teig. Sá smellhitti boltann með vinstri fæti þannig að hann fór rakleiðis upp í samskeytin vinstra megin og gestirnir ærðust enda komnir 2-1 yfir. Till varð þar með fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg til að skora í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndist sigurmark leiksins og Sheriff með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum í D-riðli. Real kemur þar á eftir með þrjú stig á meðan Inter og Shakhter Donetsk eru með eitt stig. WOW. Sheriff stun Real Madrid. #UCL pic.twitter.com/JqIS99G8fV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Að lokum vann Borussia Dortmund 1-0 sigur á Sporting þökk sé marki Donyell Malen á 37. mínútu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Ajax fer vel af stað meðan hvorki gengur né rekur hjá Inter Tveimur leikjum er nú lokið í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ajax vann 2-0 sigur á Besiktas í C-riðli á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 28. september 2021 18:45 Messi komst loks á blað er PSG lagði Man City Lionel Messi opnaða markareikning sinn fyrir París Saint-Germain í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. 28. september 2021 20:55 Engin vandræði hjá Liverpool á Drekavöllum Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli. 28. september 2021 20:50
Meistaradeild Evrópu stóð heldur betur undir nafni í kvöld. Frábær fótbolti, mikil dramatík og einhver ótrúlegustu úrslit síðari ára. Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu dramatískan 2-1 sigur á AC Milan og þá vann Sheriff Tiraspol ótrúlegan 2-1 sigur á Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Í Mílanó komust heimamenn yfir eftir tuttugu mínútna leik þegar Rafael Leão setti tuðruna í netið eftir sendingu Brahim Díaz. Aðeins níu mínútum síðar fékk Franck Kessie sitt annað gula spjald og heimamenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Staðan var þó enn 1-0 er flautað var til hálfleiks. Heimmenn færðust neðar og neðar á völlinn í síðari hálfleik á meðan gestirnir bættu ítrekað í sóknarleikinn. Á endanum brast stíflan en þá skoraði varamaðurinn Antoine Griezmann og jafnaði metin í 1-1. Þarna voru sex mínútur til leiksloka og heimamenn eflaust sáttir með stig. Það var hins komið fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Pierre Kalulu handlék knöttinn innan vítateigs og eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var vítaspyrnudómurinn staðfestur. Luis Suárez fór á punktinn og brást ekki bogalistin, tryggði hann Atlético 2-1 sigur í hörkuleik. Spánarmeistararnir nú komnir með fjögur stig í B-riðli á meðan AC Milan er enn án stiga. 84' Griezmann scores his first goal since his return to Atletico90+7' Suarez scores his first away goal in the UCL since 2015Atleti left it LATE to beat Milan pic.twitter.com/zImFo4i23A— B/R Football (@brfootball) September 28, 2021 Á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd var Sheriff Tiraspol frá Transnistríu í heimsókn. Gestirnir eru að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu i fyrsta skipti. Það er ekki að sjá en liðið vann Shakhtar Donetsk 2-0 í fyrstu umferð og gerði sér svo lítið og vann Real í kvöld. Gestirnir komust 1-0 yfir með hörkuskalla Djasur Yakhshibaev eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri á 25. mínútu leiksins. Var staðan enn 1-0 Sheriff í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Champions League goals: 7 2 Karim Benzema 7 1 Raúl González#UCL pic.twitter.com/lAsytSk4MD— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Þegar klukkustund var liðin af leiknum féll Vinícius Júnior innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Karim Benzema fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 en í stað þess að láta kné fylgja kviði var staðan enn jöfn er leiktíminn var í þann mund að renna sitt skeið. Á 89. mínútu leiksins féll boltinn fyrir fætur Sebastian Till fyrir utan teig. Sá smellhitti boltann með vinstri fæti þannig að hann fór rakleiðis upp í samskeytin vinstra megin og gestirnir ærðust enda komnir 2-1 yfir. Till varð þar með fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg til að skora í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndist sigurmark leiksins og Sheriff með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum í D-riðli. Real kemur þar á eftir með þrjú stig á meðan Inter og Shakhter Donetsk eru með eitt stig. WOW. Sheriff stun Real Madrid. #UCL pic.twitter.com/JqIS99G8fV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Að lokum vann Borussia Dortmund 1-0 sigur á Sporting þökk sé marki Donyell Malen á 37. mínútu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Ajax fer vel af stað meðan hvorki gengur né rekur hjá Inter Tveimur leikjum er nú lokið í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ajax vann 2-0 sigur á Besiktas í C-riðli á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 28. september 2021 18:45 Messi komst loks á blað er PSG lagði Man City Lionel Messi opnaða markareikning sinn fyrir París Saint-Germain í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. 28. september 2021 20:55 Engin vandræði hjá Liverpool á Drekavöllum Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli. 28. september 2021 20:50
Ajax fer vel af stað meðan hvorki gengur né rekur hjá Inter Tveimur leikjum er nú lokið í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ajax vann 2-0 sigur á Besiktas í C-riðli á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 28. september 2021 18:45
Messi komst loks á blað er PSG lagði Man City Lionel Messi opnaða markareikning sinn fyrir París Saint-Germain í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. 28. september 2021 20:55
Engin vandræði hjá Liverpool á Drekavöllum Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli. 28. september 2021 20:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti