Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 18:00 Kareem Abdul-Jabbar er goðsögn í lifandi lífi. Sylvain Gaboury/Getty Images Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira