Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Snorri Másson skrifar 28. september 2021 19:05 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur kært framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi. Vísir Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. Það vakti mikla athygli í dag þegar sagt var frá því að tengdadóttir hótelstjórans á Hótel Borgarnesi hafði birt myndir af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk á hótelinu á sunnudaginn. Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að slík myndataka væri ekki ástæða til tortryggni og að hann teldi öruggt að þetta benti ekki til að átt hefði verið við atkvæðin. Magnús Norðdahl, sem er að kæra framkvæmdina, segir það lögreglunnar að rannsaka ljósmyndir konunnar. „Það er auðvitað rannsókn í gangi á þessu máli öllu saman en það er auðvitað ljóst að þarna er aðili sem ekki er starfsmaður, sem er að taka myndir í tómum sal. Þetta eru myndir sem teknar eru eftir að fyrri talningu lýkur og eftir að sú seinni hefst ef marka má myndirnar á Instagram. Þetta er auðvitað bagalegt og undirstrikar mikilvægi þess að vel sé tryggt að kjörgögn séu örugg og að þau séu innsigluð,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur talað um það í viðtölum að stuðst sé við þá aðferð að loka atkvæðin inni í herbergi í stað þess að innsigla þau almennilega. Þannig hafi það bara alltaf verið. Það er skýrt lögbrot að mati Magnúsar - og þess vegna kærir hann. Þetta telur Magnús ótækt: „Hann virðist telja það í lagi að brjóta lög og hefur vísað í hefð í því samhengi. Nú er það svo að þetta ferli allt saman samanstendur ekki bara af talningunni heldur líka kosningunni sjálfri. Það eru alls konar álitaefni sem geta komið upp á hinum ýmsu stigum og ef æðsti maður sem er að sjá um þessar kosningar hefur viðhorf af þessu tagi leiðir það að sjálfsögðu til þess að við höfum ekki traust á ferlinu í heild sinni,“ segir Magnús. Dómarar í eigin sök Nýkjörið Alþingi tilnefnir nefndarmenn í kjörbréfanefnd, sem svo fer yfir þær kærur sem henni berast. Nú í kvöld var sagt frá því að kosningin í NV-kjördæmi væri í þann mund að rata til kjörbréfanefndar þingsins. Nefndin kemur sér saman um álit, sem þarf svo að vera staðfest af meirihluta þingsins. Það verða sem sagt þingmennirnir sjálfir sem kjósa um það á endanum, hvort þeir hafi verið kosnir með löglegum hætti. Magnús segir bagalegt að þingið kjósi um eigin örlög. „Ef við hefðum fengið nýju stjórnarskrána var þar sérstakt ákvæði í 43. grein, hvaða ferill gæti farið í gang við þessar aðstæður og menn gætu farið til dómstóla. Auðvitað er þetta bagalegt, sérstaklega með hliðsjón af því að sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis eru stjórnarþingmenn,“ segir Magnús. Þeir munu ekki vilja uppkosningu ef þeir geta mögulega komist hjá því? „Ég leyfi mér að vona að allir muni skoða þetta af fullri sanngirni og komast að réttri niðurstöðu en auðvitað hefur maður sínar efasemdir.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Það vakti mikla athygli í dag þegar sagt var frá því að tengdadóttir hótelstjórans á Hótel Borgarnesi hafði birt myndir af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk á hótelinu á sunnudaginn. Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að slík myndataka væri ekki ástæða til tortryggni og að hann teldi öruggt að þetta benti ekki til að átt hefði verið við atkvæðin. Magnús Norðdahl, sem er að kæra framkvæmdina, segir það lögreglunnar að rannsaka ljósmyndir konunnar. „Það er auðvitað rannsókn í gangi á þessu máli öllu saman en það er auðvitað ljóst að þarna er aðili sem ekki er starfsmaður, sem er að taka myndir í tómum sal. Þetta eru myndir sem teknar eru eftir að fyrri talningu lýkur og eftir að sú seinni hefst ef marka má myndirnar á Instagram. Þetta er auðvitað bagalegt og undirstrikar mikilvægi þess að vel sé tryggt að kjörgögn séu örugg og að þau séu innsigluð,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur talað um það í viðtölum að stuðst sé við þá aðferð að loka atkvæðin inni í herbergi í stað þess að innsigla þau almennilega. Þannig hafi það bara alltaf verið. Það er skýrt lögbrot að mati Magnúsar - og þess vegna kærir hann. Þetta telur Magnús ótækt: „Hann virðist telja það í lagi að brjóta lög og hefur vísað í hefð í því samhengi. Nú er það svo að þetta ferli allt saman samanstendur ekki bara af talningunni heldur líka kosningunni sjálfri. Það eru alls konar álitaefni sem geta komið upp á hinum ýmsu stigum og ef æðsti maður sem er að sjá um þessar kosningar hefur viðhorf af þessu tagi leiðir það að sjálfsögðu til þess að við höfum ekki traust á ferlinu í heild sinni,“ segir Magnús. Dómarar í eigin sök Nýkjörið Alþingi tilnefnir nefndarmenn í kjörbréfanefnd, sem svo fer yfir þær kærur sem henni berast. Nú í kvöld var sagt frá því að kosningin í NV-kjördæmi væri í þann mund að rata til kjörbréfanefndar þingsins. Nefndin kemur sér saman um álit, sem þarf svo að vera staðfest af meirihluta þingsins. Það verða sem sagt þingmennirnir sjálfir sem kjósa um það á endanum, hvort þeir hafi verið kosnir með löglegum hætti. Magnús segir bagalegt að þingið kjósi um eigin örlög. „Ef við hefðum fengið nýju stjórnarskrána var þar sérstakt ákvæði í 43. grein, hvaða ferill gæti farið í gang við þessar aðstæður og menn gætu farið til dómstóla. Auðvitað er þetta bagalegt, sérstaklega með hliðsjón af því að sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis eru stjórnarþingmenn,“ segir Magnús. Þeir munu ekki vilja uppkosningu ef þeir geta mögulega komist hjá því? „Ég leyfi mér að vona að allir muni skoða þetta af fullri sanngirni og komast að réttri niðurstöðu en auðvitað hefur maður sínar efasemdir.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent