Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 28. september 2021 18:24 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08