Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var ekki umfangsmikill og er reykræstingu lokið, samkvæmt frá upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut

Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara.