Viðskipti innlent

Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margir fyrrverandi starfsmenn WOW vinna nú fyrir Play.
Margir fyrrverandi starfsmenn WOW vinna nú fyrir Play.

Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play.

Þetta kemur fram í greinargerð Þóris Júlíussonar, lögmanns þriggja starfsmanna Play, sem voru boðaðir til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Fólkið, sem starfaði áður fyrir WOW, mætti ekki en Þórir lagði þess í stað fram kröfu um að beiðni USAerospace Partners Inc. um vitnaskýrslur þeirra yrði hafnað.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

USAerospace Partners Inc. er í eigu Michelle Ballarin en forsvarsmenn þess halda því fram að verðmætar flugrekstrarhandbækur, sem áttu að fylgja þegar Ballarin keypti eignir úr þrotabúi WOW, hafi aldrei verið afhentar.

Þær hafi hins vegar verið notaðar til að byggja upp Play og til að tryggja félaginu flugrekstrarleyfi.

„Vert er að taka fram að varnaraðilar hafna alfarið ávirðingum sóknaraðila sem virðast ekki byggja á neinu öðru en að flugfélaginu Fly Play ehf. hafi tekist vel upp við að sækja um flugrekstrarleyfi,“ segir meðal annars í greinargerð Þóris.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×