„Eins og skurðlæknir að störfum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:01 Aaron Rodgers fagnar í sigri Green Bay Packers á San Francisco 49ers á Levi's leikvanginum. Getty/Ezra Shaw Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira