Innlent

Sonja Ýr endur­kjörin for­maður BSRB

Atli Ísleifsson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir á þinginu í morgun.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir á þinginu í morgun. BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB.

Í tilkynningu frá BSRB segir að þingið hafi verið rafrænt vegna sóttvarnaraðgerða þegar það hafi verið boðað og hafi allri málefnavinnu sem til stóð að fara í á þinginu verið frestað þar til á framhaldsþingi.

Sonja var ein í framboði til formanns, en hún var fyrst kjörin formaður bandalagsins á 45. þingi BSRB í október 2018. 

Á þinginu var Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, kjörinn í embætti 1. varaformanns BSRB. Þá var Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu, endurkjörin í embætti 2. varaformanns BSRB.

„Stjórn BSRB samanstendur af formanni, 1. og 2. varaformanni auk sex meðstjórnenda. Þau sex sem kjörin voru í stjórn á þinginu voru þau Árný Erla Bjarnadóttir formaður FOSS, Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Jón Ingi Cæsarsson formaður Póstmannafélags Íslands, Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Þórveig Þormóðsdóttir formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Eftir stjórnarkjörið eru fimm konur og fjórir karlar í stjórn bandalagsins.

Þá voru alls sjö kjörnir varamenn í stjórn BSRB. Það voru þau Marta Ólöf Jónsdóttir formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Unnar Örn Ólafsson formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, Unnur Sigmarsdóttir formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Ástríður Sigþórsdóttir formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Edda Davíðsdóttir formaður Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, Guðbjörn Guðbjörnsson formaður Tollvarðafélags Íslands. Eftir þingið eru fjórar konur í varastjórn og þrír karlar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×