Fótbolti

Atalanta og Zenit á sigur­braut

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zenit St. Pétursborg vann þægilegan 3-0 sigur á Malmö í kvöld.
Zenit St. Pétursborg vann þægilegan 3-0 sigur á Malmö í kvöld. EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atalanta vann Young Boys 1-0 á Ítalíu og Zenit St. Pétursborg vann 3-0 sigur á Malmö í Rússlandi.

Í F-riðli tók Atalanta á móti Young Boys. Gestirnir unnu magnaðan 2-1 sigur á Manchester United í fyrstu umferð meðan Atalanta gerði 2-2 jafntefli við Villareal. Sandro Lauper hélt hann hefði komið Atalanta yfir snemma leiks í kvöld en markið var á endanum dæmt af og staðan markalaus í hálfleik.

Á endanum var það Matteo Pessina sem kom knettinum í netið og tryggði Atalanta fyrsta sigur tímabilsins í Meistaradeildinni. Atalanta er sem stendur á toppi riðilsins með fjögur stig á meðan Young Boys eru í 2. sæti með þrjú stig.

Í Rússlandi átti Malmö aldrei möguleika en Claudinho kom Zenit yfir strax á 9. mínútu leiksins. Var það eina mark fyrri hálfleiks en Daler Kuzyaev tvöfaldaði forystuna eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik.

Skömmu síðar fékk Anel Ahmedhodzic rautt spjald í liði Malmö og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Aleksei Sutormin bætti við þriðja marki heimamanna þegar tíu mínútur lifðu leiks og Wendel bætti við fjórða marki Zenit þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 4-0.

Zenit St. Pétursborg þar með komið með þrjú stig á meðan Malmö er enn án stiga.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×