Fótbolti

Bayern skoraði fimm | Salz­burg vann Lil­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar marki sínu í kvöld með Marcel Sabitzer.
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar marki sínu í kvöld með Marcel Sabitzer. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas

Bayern München vann auðveldan 5-0 sigur á Dynamo Kyiv í Meistaradeild Evrópu i kvöld. Þá vann Salzburg góðan 2-1 sigur á Lille.

Bæjarar hófu Meistaradeildina á 3-0 sigri á Barcelona og hélt gott gengi þeirra áfram í kvöld er Kyiv mætti á Allianz-völlinn. Robert Lewandowski kom Bæjurum yfir með marki úr vítaspyrnu og tvöfaldaði forystuna með marki þegar tæpur hálftími var liðinn, staðan 2-0 í hálfleik.

Serge Gnabry þrumaði knettinum í slá og inn um miðbik síðari hálfleiks. Leroy Sané kom Bayern í 4-0 og hinn skemmtilegi Eric Maxim Choupo-Moting tryggði glæsilegan 5-0 sigur með marki á 87. mínútu.

Í G-riðli vann Salzburg 2-1 sigur á Lille þar sem Karim Adeyemi skoraði bæði mörk heimamanna úr vítaspyrnum. Í hinum leik riðilsins gerðu Wolfsburg og Sevilla 1-1 jafntefli.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Atalanta og Zenit á sigur­braut

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atalanta vann Young Boys 1-0 á Ítalíu og Zenit St. Pétursborg vann 3-0 sigur á Malmö í Rússlandi.

Ronaldo hetja Manchester United gegn Villareal

Cristiano Ronaldo reyndist hetja Manchester United þegar liðinu tókst loksins að vinna Villareal er þau mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil þar sem sigurmarkið kom undir lok uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×