Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:51 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira