Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 30. september 2021 09:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun