Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:10 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék síðast með landsliðinu í vináttulandsleikjunum í júní. Getty/Laszlo Szirtesi Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Fimm koma nýir inn Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen eru báðir í hópnum að þessu sinni. Alls koma fimm nýir inn í hópinn frá síðustu landsleikjum sem voru í byrjun september. Það eru auk Sveins Arons þeir Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Stefán Teitur Þórðarson og Elías Már Ómarsson. Markvörðurinn ungi Elías Rafn kemur inn í stað Hannesar Þórs Halldórssonar sem lagt hefur landsliðstreyjuna á hilluna. Hópur A karla fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the @FIFAWorldCup qualifiers against Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/VhRZXGD4aT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 30, 2021 Kári ekki í hópnum Kári Árnason, sem ætlar að leggja skóna á hilluna í haust en á eftir að spila bikarleik eða bikarleiki með Víkingi áður, er ekki í hópnum. Á meðal annarra sem ekki eru með núna eru Alfreð Finnbogason, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, sem allir hafa glímt við meiðsli, auk Arnórs Ingva Traustasonar, Jóns Daða Böðvarssonar, Ragnars Sigurðssonar, Rúnars Más Sigurjónssonar, Arnórs Sigurðssonar og fleiri. Ísland er í erfiðum málum í næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með fjögur stig eftir sex umferðir af tíu. Þýskaland er efst með 15 stig, Armenía með 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9 og Liechtenstein neðst með 1 stig. Ísland tapaði 2-0 á útivelli gegn Armeníu í mars en vann svo Liechtenstein 4-1 í sömu ferð. HM 2022 í Katar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Fimm koma nýir inn Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen eru báðir í hópnum að þessu sinni. Alls koma fimm nýir inn í hópinn frá síðustu landsleikjum sem voru í byrjun september. Það eru auk Sveins Arons þeir Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Stefán Teitur Þórðarson og Elías Már Ómarsson. Markvörðurinn ungi Elías Rafn kemur inn í stað Hannesar Þórs Halldórssonar sem lagt hefur landsliðstreyjuna á hilluna. Hópur A karla fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the @FIFAWorldCup qualifiers against Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/VhRZXGD4aT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 30, 2021 Kári ekki í hópnum Kári Árnason, sem ætlar að leggja skóna á hilluna í haust en á eftir að spila bikarleik eða bikarleiki með Víkingi áður, er ekki í hópnum. Á meðal annarra sem ekki eru með núna eru Alfreð Finnbogason, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, sem allir hafa glímt við meiðsli, auk Arnórs Ingva Traustasonar, Jóns Daða Böðvarssonar, Ragnars Sigurðssonar, Rúnars Más Sigurjónssonar, Arnórs Sigurðssonar og fleiri. Ísland er í erfiðum málum í næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með fjögur stig eftir sex umferðir af tíu. Þýskaland er efst með 15 stig, Armenía með 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9 og Liechtenstein neðst með 1 stig. Ísland tapaði 2-0 á útivelli gegn Armeníu í mars en vann svo Liechtenstein 4-1 í sömu ferð.
HM 2022 í Katar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira