Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 14:29 Talsverðar jarðhræringar hafa verið við Keili undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31