Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone í dag. Torfi mun leysa Helgu Björgu Antonsdóttur af næstu tólf mánuði en hann er nýfluttur heim frá Danmörku eftir fimm ára dvöl. Þar var hann meðal annars í mastersnámi í vörumerkjastjórnun og markaðssamskiptum og starfaði þar að auki sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki.
Gylfi Steinn er kerfisfræðingur og hefur starfað við upplýsingatækni í yfir tuttugu ár. Áður starfaði hann meðal annars hjá OZ, Landsbankanum og Nýherja en síðustu sjö ár hefur hann unnið hjá Advania.
Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977.