Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 17:32 Maðurinn er ákærður fyrir alls átján liði en flestir snúa þeir að því að maðurinn hafi birt kynferðislegar myndir og myndbönd af fyrrverandi eiginkonu sinni á netinu. Getty/Vísir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira