Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:58 Bændasamtök Íslands hafa alla tíð haft skrifstofur sínar í Bændahöllinni. Pósturinn og Arion banki leigja einnig aðstöðu þar og hárgreiðslustofa er með starfsemi í kjallaranum Stöð 2/Egill Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36
Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05