Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Seinni hálfleikur var ekki nema átta mínútna gamall þegar að Albert Guðmundsson braut ísinn fyrir AZ Alkmaar og staðan orðin 1-0.
53. 𝗚𝗢𝗢𝗔𝗟𝗟𝗟
— AZ (@AZAlkmaar) September 30, 2021
Gudmundsson tikt raak: 1-0.#azjab pic.twitter.com/UAYhhYiRLi
Þetta reyndist eina mark leiksins og Albert og félagar lyftu sér upp á topp D-riðils Sambandsdeildarinnar með sigrinum. Liðið hefur nú fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, einu stigi meira en Jablonec sem situr í öðru sæti.